Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Stefán Thorarensen (Oddsson)

(4. mars 1825–14. okt. 1901)

Sýslumaður.

Foreldrar: Oddur lyfsali Thorarensen og kona hans Solveig Bogadóttir að Staðarfelli, Benediktssonar.

Stúdent úr Borgaradyggðaskólanum í Kristjánshöfn 1846, tók 1. og 2. lærdómspróf í háskólanum í Kh. 1846– 7, með 2. einkunn, próf í lögfræði 27. júní 1855, með 2. einkunn í báðum prófum (91 st.). Vann síðan í hinni ísl. stjórndeild og varð þar aðstoðarmaður 1857. Fekk Eyjafjarðarsýslu 22. okt. 1858, varð jafnframt bæjarfógeti á Ak. 8. júlí 1863, gegndi amtmannsembætti í Norður- og Austuramti frá hausti 1862 fram á sumar 1863. Fekk lausn frá sýslustörfum 3. júní 1891, átti heima á Akureyri og andaðist þar.

Kona: Olivia, dóttir Jubys bakara í Kh.

Börn þeirra, sem upp komust: Oddur lyfsali á Ak., Jóhann bjó í Kaupangi, fór til Vesturheims, Solveig átti danskan mann, Möller frkvstj. (BB. Sýsl.; Tímar. bmf. 1882; KIJ, Lögfr.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.