Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Stefán Stephensen, „sterki“ (Stefánsson)
(20. jan. 1832–10. mars 1922)
Prestur.
Foreldrar: Síra Stefán Stephensen á Reynivöllum og kona hans Guðrún Þorvaldsdóttir prests og skálds í Holti undir Eyjafjöllum, Böðvarssonar, Frá 1841 var hann hjá föðurbróður sínum, síra Hannesi að Ytra Hólmi á Akranesi. Tekinn í Reykjavíkurskóla 1847, stúdent 1856, með 2. einkunn (56 st.), próf úr prestaskóla 1858, með 2. eink. betri (35 st.). Fekk Fljótshlíðarþing 9. nóv. 1858, vígðist 21. s.m., Garða á Akranesi 11. júní 1862, Ólafsvöllu 19. dec. 1864, Mosfell í Grímsnesi 9. maí 1885, fekk þar lausn frá prestskap 6. jan. 1900, bjó um tíma að Laugardalshólum. Var settur til prestsþjónustu á Torfastöðum frá því um haustið 1904 til fardaga 1906. Fluttist 1911 að Skipholti, til dóttur sinnar, en að Hróarsholti 1913, til annarrar dóttur sinnar, og var þar til æviloka. Var frægur kraftamaður. Smágreinar eru eftir hann í Nýju kirkjublaði 1911 og Blöndu (sögufélags); ræða í útfm. sr. Jóns Pálssonar Melsteðs, Rv. 1878.
Kona (3. júní 1861): Sigríður (f. 29. apr. 1839, d. 19. júní 1922) Gísladóttir prests í Kálfholti, Ísleifssonar.
Börn þeirra, sem upp komust: 22 Þórunn átti Guðmund Erlendsson í Skipholti, Stefanía átti Sigfús Thorarensen í Hróarsholti (Skúlason læknis að Móeiðarhvoli), Kristín átti Ingvar Grímsson að Laugardalshólum, Ólafur bókari í Rv. (Vitæ ord. 1858; BJjM. Guðfr.; Sunnanfari XIII; SGrBf.; o. fl.).
Prestur.
Foreldrar: Síra Stefán Stephensen á Reynivöllum og kona hans Guðrún Þorvaldsdóttir prests og skálds í Holti undir Eyjafjöllum, Böðvarssonar, Frá 1841 var hann hjá föðurbróður sínum, síra Hannesi að Ytra Hólmi á Akranesi. Tekinn í Reykjavíkurskóla 1847, stúdent 1856, með 2. einkunn (56 st.), próf úr prestaskóla 1858, með 2. eink. betri (35 st.). Fekk Fljótshlíðarþing 9. nóv. 1858, vígðist 21. s.m., Garða á Akranesi 11. júní 1862, Ólafsvöllu 19. dec. 1864, Mosfell í Grímsnesi 9. maí 1885, fekk þar lausn frá prestskap 6. jan. 1900, bjó um tíma að Laugardalshólum. Var settur til prestsþjónustu á Torfastöðum frá því um haustið 1904 til fardaga 1906. Fluttist 1911 að Skipholti, til dóttur sinnar, en að Hróarsholti 1913, til annarrar dóttur sinnar, og var þar til æviloka. Var frægur kraftamaður. Smágreinar eru eftir hann í Nýju kirkjublaði 1911 og Blöndu (sögufélags); ræða í útfm. sr. Jóns Pálssonar Melsteðs, Rv. 1878.
Kona (3. júní 1861): Sigríður (f. 29. apr. 1839, d. 19. júní 1922) Gísladóttir prests í Kálfholti, Ísleifssonar.
Börn þeirra, sem upp komust: 22 Þórunn átti Guðmund Erlendsson í Skipholti, Stefanía átti Sigfús Thorarensen í Hróarsholti (Skúlason læknis að Móeiðarhvoli), Kristín átti Ingvar Grímsson að Laugardalshólum, Ólafur bókari í Rv. (Vitæ ord. 1858; BJjM. Guðfr.; Sunnanfari XIII; SGrBf.; o. fl.).
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.