Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Stefán Stephensen (Ólafsson)

(27. dec. 1767–20. dec. 1820)

Amtmaður.

Foreldrar: Ólafur stiftamtmaður Stefánsson og kona hans Sigríður Magnúsdóttir amtmanns, Gíslasonar. Lærði fyrst í heimahúsum, síðan hjá Hannesi byskupi Finnssyni, en varð stúdent úr heimaskóla frá Páli Jakobssyni 17. apr. 1785, með ágætum vitnisburði, fór utan s.á., skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. 27. febr. 1786, tók lögfræðapróf 5. nóv. 1788, með 1. einkunn í báðum prófum, varð varalögmaður norðan og vestan 4. júní 1790, skipaður 11. júlí 1800 (launalaus) fyrri yfirdómari í landsyfirdóminum, en fekk laun fyrir að semja nýja lögbók og var frá 18. júní 1800–4. júlí 1806 í jarðamatsnefndinni, varð 6. júní 1806 amtmaður í Vesturamti og hélt því embætti til æviloka, bjó á Hvanneyri, síðar á Hvítárvöllum. Vel gefinn maður, valmenni og hagur í máli. Sagnir eru um hann í Sögusafni Ísafoldar 1891.

Kona 1 (10. júní 1790, gegn vilja foreldra hans): Marta María (f. 17. nóv. 1770, d. 14. júní 1805), dóttir Diðriks kaupm. Hölters.

Börn þeirra: Ólafur auditör, Sigríður fyrsta kona Ólafs dómsmálaritara Stephensens í Viðey, Ragnheiður átti Helga byskup Thordersen, Magnús sýslumaður í Vatnsdal, síra Pétur á Ólafsvöllum, síra Hannes alþm. að Ytra Hólmi, Elín átti Jón landlækni Thorstensen, síra Stefán á Reynivöllum, Marta miðkona Ólafs dómsmálaritara Stephensens í Viðey.

Kona 2: Guðrún (d. 11. nóv. 1838) Oddsdóttir prests á Reynivöllum; synir þeirra dóu ungir. Guðrún ekkja Stefáns amtmanns átti síðar Þórð dómstjóra Sveinbjarnarson (Lbs. 48, fol.; Útfm., Viðey 1822; Safn TI; Tímar. bmf. IM; HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.