Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Stefán Stephensen (Stefánsson)

(13. sept. 1802 [svo og Vita, 1803, Bessastsk.]– 12. okt. 1851)

Prestur.

Foreldrar: Stefán amtmaður Stephensen og f.k. hans Marta María Diðriksdóttir Hölters. F. að Leirá, naut kennslu skrifara föður síns. Var 2 vetur í Bessastaðaskóla (1817–19, við lítinn lærdómsframa), síðan hjá ýmsum, síðast lærði hann hjá síra Þorvaldi skáldi Böðvarssyni og varð stúdent úr heimaskóla frá síra Árna Helgasyni 1825. Vígðist 29. apr. 1827 aðstoðarprestur síra Þorvalds skálds þá á Melum og fluttist með honum að Holti. Fekk Kálfafell 1835, fluttist þangað vorið 1836, fekk Reynivöllu 27. jan. 1847 og hélt til æviloka.

Búmaður góður, hraustmenni og söngmaður.

Kona (1828): Guðrún (f. 15. maí 1810, d. 16. mars 1888) Þorvaldsdóttir ÞPrests og skálds í Holti undir Eyjafjöllum, Böðvarssonar.

Börn þeirra: Kristín átti Finn Einarsson (prests, Pálssonar) að Meðalfelli, Þorvaldur verzlunarmaður (fór til Vesturheims), síra Stefán að Mosfelli, Marta María Guðrún átti Jón í Neðra Nesi Stefánsson (prests í Stafholti, Þorvaldssonar), Magnús var í förum utanlands, Högni stýrimaður í Hamborg, Sigríður átti síra Guðjón Hálfdanarson í Saurbæ í Eyjafirði, Hans að Hurðarbaki í Kjós, síra Hannes að Þykkvabæjarklaustri, Jónas trésmiður og póstafgrm. í Seyðisfirði, fór til Vesturheims (Lbs. 48, fol.; Bessastsk.; Vitæ ord. 1827; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.