Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Stefán Stephensen (Pétursson)

(24. jan. 1829–14. maí 1900)

Prestur.

Foreldrar: Síra Pétur Stephensen á Ólafsvöllum og kona hans Gyríður Þorvaldsdóttir prests og skálds í Holti, Böðvarssonar. F. að Ásum í Skaftártungu. Lærði undir skóla 2 vetur hjá síra Ólafi Pálssyni (síðast á Mel). Tekinn í Reykjavíkurskóla 1846, stúdent 1851, með 2. einkunn (48 st.), fór til háskólans í Kh. og lauk ar aðgönguprófi. Próf úr prestaskóla 1854, með 2. einkunn lakari (27 st.). Fekk Holt í Önundarfirði 31. jan. 1855, vígðist 10. júní s.á., Stokkseyri 24. febr. 1866, en fekk leyfi til að vera kyrr, Vatnsfjörð 10. jan. 1884 og hélt til æviloka. Prófastur í Vestur-Ísafjarðarsýslu 1860–84. Var 2. þm. Ísf. 1875–9. Ræður í útfm. Guðmundar Brynjólfssonar, Rv. 1885. Dómar eru nokkuð misjafnir um hann í sögnum (sjá t. d. Gils Guðmundsson: Frá yztu nesjum TI, og Þorvaldur Jakobsson í Selskinnu 1).

Kona (19. maí 1855): Guðrún (f. 29. ág. 1825, d. 3. okt. 1896) Pálsdóttir amtmanns Melsteðs.

Börn þeirra, sem upp komust: Ragnheiður s.k. Einars læknis Guðjohnsens í Vopnafirði, Anna Sigríður f. k. sama manns, Þórunn Gyríður átti Davíð lækni Scheving-Thorsteinsson, síra Páll í Holti í Önundarfirði, Ólafur læknir í Wp., Ástríður átti síra Ólaf Petersen á Svalbarði (Vitæ ord. 1855; Óðinn IX; BjM. Guðfr.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.