Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Stefán Stefánsson

(26. apr. 1864–22. okt. 1938)

Læknir.

Foreldrar: Stefán Jónsson Daníelsson í Grundarfirði og kona hans Jakobína Árnadóttir sýslumanns í Krossnesi, Þorsteinssonar (Thorsteinssons). Tekinn í Reykjavíkurskóla 1880, stúdent 1886, með 1. eink. (97 st.), tók próf í læknisfræði í háskólanum í Kh. í júní 1893, með 1. einkunn (2011 st.). Var fyrst í spítölum í Kh., stundaði lækningar í Aars á Jótlandi frá 1894. Fluttist til Hörsholms á Sjálandi 1929 og var þar til æviloka.

Kona 1 (16. júní 1904): Þórunn Ingibjörg (f. 28. sept. 1879, d. 30. júlí 1911) Baldvinsdóttir á Botnastöðum, Einarssonar.

Börn þeirra: Árni læknir, Guðrún skólakennari, Ingibjörg læknir.

Kona 2 (25. okt. 1913): Mathilde Frederikke Vilhelmine (f . 2. apr. 1867), f. Lútken; þau bl. (Skýrslur; Lækn.; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.