Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Stefán Stefánsson
(13. ágúst 1828–10. maí 1910)
Bóndi.
Foreldrar: Stefán Sigurðsson í Keflavík í Hegranesi (Sigurðssonar, Hallgrímssonar skálds að Steini, Halldórssonar) og kona hans Þorbjörg Þorláksdóttir, Höskuldssonar á Syðstu Grund.
Bjó fyrst í Ríp, síðan 28 ár á Heiði í Gönguskörðum, síðast að Veðramóti 4 ár, dvaldist síðustu ár sín á Möðruvöllum í Hörgárdal. Búsýslumaður mikill og hvatamaður að ýmsum framfaramálum innan héraðs.
Kona: Guðrún (f. 2. sept. 1831, d. 20, febr. 1903) Sigurðardóttir skálds á Heiði, Guðmundssonar.
Börn þeirra, sem upp komust: Síra Sigurður í Vigur, Stefán skólameistari á Akureyri, Þorbjörg átti Björn hreppstjóra Jónsson að Veðramóti (Sunnanfari X; o. fl.).
Bóndi.
Foreldrar: Stefán Sigurðsson í Keflavík í Hegranesi (Sigurðssonar, Hallgrímssonar skálds að Steini, Halldórssonar) og kona hans Þorbjörg Þorláksdóttir, Höskuldssonar á Syðstu Grund.
Bjó fyrst í Ríp, síðan 28 ár á Heiði í Gönguskörðum, síðast að Veðramóti 4 ár, dvaldist síðustu ár sín á Möðruvöllum í Hörgárdal. Búsýslumaður mikill og hvatamaður að ýmsum framfaramálum innan héraðs.
Kona: Guðrún (f. 2. sept. 1831, d. 20, febr. 1903) Sigurðardóttir skálds á Heiði, Guðmundssonar.
Börn þeirra, sem upp komust: Síra Sigurður í Vigur, Stefán skólameistari á Akureyri, Þorbjörg átti Björn hreppstjóra Jónsson að Veðramóti (Sunnanfari X; o. fl.).
Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.