Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Stefán Sigurðsson (nefndi sig Stefán í Hvítadal)

(11. okt. 1887–7. mars 1933)

Skáld.

Foreldrar: Sigurður smiður í Hólmavík Sigurðsson (að Felli í Kollafirði, Sigurðssonar) og kona hans Guðrún Jónsdóttir. Ólst upp með frændum sínum, einkum í Breiðafjarðardölum.

Stundaði prentnám o.fl., var um tíma í Noregi. Bjó síðast í Bessatungu í Saurbæ. Rit: Söngvar förumannsins, Rv. 1916 (og 1919); Óður einyrkjans, Rv. 1921; Heilög kirkja, Rv. 1924.

Kona: Sigríður Guðbjörg Jónsdóttir Elis að Ballará og víðar.

Börn áttu þau nokkur (Br7.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.