Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Stefán Sigfússon
(9. júlí 1848–15. dec. 1906)
Prestur.
Foreldrar: Sigfús að Skriðuklaustri Stefánsson (prests á Valþjófsstöðum, Árnasonar) og kona hans Jóhanna Sigríður Jörgensdóttir héraðslæknis Kjerulfs.
Tekinn í Reykjavíkurskóla 1864, stúdent 1871, með 2. einkunn (73 st.), próf úr prestaskóla 1874, vígðist 30. s. m., Mývatnsþing 23. ág. 1880, Hof í Álptafirði 29. maí 1886, leystur þar frá embætti 9. okt. 1890 (vegna drykkjuskapar), bjó síðan um hríð í Borgarfirði eystra, fór til Vesturheims 1901 og andaðist í Winnipeg. Var gervilegur maður og hraustmenni. Hefir samið þrjár ritgerðir (um alidýrasjúkdóma, með ýmsum nöfnum) í Búnaðarriti 5.-7. árg.; „Íslenzk glíma“ í Tímar. bmf. 1900; þýð.: Lófalist, Wp. 1903. Greinir eftir hann eru í Heimi.
Kona: Malena Pálína Þorsteinsdóttir Metúsalems á Eyjólfsstöðum, Sigurðssonar.
Börn þeirra 6, þar af 4 vestra (Heimir, 4. árg.; BjM. Guðfr.; SGrBf.).
Prestur.
Foreldrar: Sigfús að Skriðuklaustri Stefánsson (prests á Valþjófsstöðum, Árnasonar) og kona hans Jóhanna Sigríður Jörgensdóttir héraðslæknis Kjerulfs.
Tekinn í Reykjavíkurskóla 1864, stúdent 1871, með 2. einkunn (73 st.), próf úr prestaskóla 1874, vígðist 30. s. m., Mývatnsþing 23. ág. 1880, Hof í Álptafirði 29. maí 1886, leystur þar frá embætti 9. okt. 1890 (vegna drykkjuskapar), bjó síðan um hríð í Borgarfirði eystra, fór til Vesturheims 1901 og andaðist í Winnipeg. Var gervilegur maður og hraustmenni. Hefir samið þrjár ritgerðir (um alidýrasjúkdóma, með ýmsum nöfnum) í Búnaðarriti 5.-7. árg.; „Íslenzk glíma“ í Tímar. bmf. 1900; þýð.: Lófalist, Wp. 1903. Greinir eftir hann eru í Heimi.
Kona: Malena Pálína Þorsteinsdóttir Metúsalems á Eyjólfsstöðum, Sigurðssonar.
Börn þeirra 6, þar af 4 vestra (Heimir, 4. árg.; BjM. Guðfr.; SGrBf.).
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.