Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Stefán Scheving (Vigfússon)

(4. sept. 1766–1844)

Umboðsmaður.

Foreldrar: Vigfús sýslumaður Scheving á Víðivöllum og kona hans Anna Stefánsdóttir prests á Höskuldsstöðum, Ólafssonar. Tekinn í Hólaskóla 1781, lærði frá 1784 hjá Hannesi byskupi Finnssyni og mun hafa orðið stúdent frá honum úr heimaskóla 1788, fekk Arnarstapaumboð 15. maí 1790, sagði því lausu 1830, bjó að Ingjaldshóli til 1831, síðan að Leirá til 1839, og þar andaðist hann í húsmennsku. Þókti ekki skarpur, en drjúgur maður og séður, hæglyndur; auðmaður mikill.

Kona (1791): Helga (f. 30. júní 1765, d. 22. okt. 1838) Jónsdóttir prests á Staðastað, Magnússonar; þau systkinabörn. Dætur þeirra: Þórunn átti Pétur sýslumann Ottesen, Anna átti fyrst launson (Lárus) með Guðmundi smið Sigurðssyni á Hítardalsvöllum, giftist síðan Ólafi stúdent Stephensen Björnssyni frá Esjubergi (HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.