Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Stefán Scheving (Lárusson)

(25. ág. 1750–18. okt. 1825)

Prestur.

Foreldrar: Lárus klausturhaldari Scheving að Munkaþverá og kona hans Anna Björnsdóttir prests á Grenjaðarstöðum, Magnússonar. Nam skólalærdóm hjá Einari Ármasyni, síðar presti í Sauðanesi, og Jóni Jónssyni, síðar presti að Kvíabekk, tekinn í Hólaskóla 1767, stúdent 1769, var síðan hjá foreldrum sínum, fluttist 1771 að Presthólum, fekk uppreisn 8. maí 1773 fyrir of bráða barneign með konu sinni, vígðist 6. okt. 1776 aðstoðarprestur síra Stefáns Þorleifssonar að Presthólum, bjó þar á staðnum frá 1782, missti öll kúgildi staðarins í móðuharðindunum, og var hestlaus og sauðlaus síðara hluta vetrar 1784, en frá 1790 bjó hann á Oddsstöðum, fekk Presthóla 21. júlí 1794, við uppgjöf síra Stefáns Þorleifssonar, fluttist þá þangað og hélt til æviloka. Hann var skáldmæltur (sjá Lbs.), vel látinn.

Kona 1 (1771): Þorbjörg (d. 15. ágúst 1788) Stefánsdóttir prests að Presthólum, Þorleifssonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Þórunn átti fyrr Hákon Þorsteinsson í Grjótnesi, síðar Björn Jónsson sst., Steinn drukknaði 1798 í Norðurá, að því kominn að verða stúdent úr Hólaskóla, Kristín s.k. Guðmundar prentara Skagfjörðs, Árni á Kóreksstöðum (d. í Gagnstöð 1862), Þorbjörg átti fyrr Eirík Grímsson að Skinnalóni, síðar Björn Sigurðsson að Skinnalóni, Þórdís miðkona síra Páls Árnasonar að Bægisá, Anna s.k. síra Björns Vigfússonar í Kirkjubæ í Tungu.

Kona 2 (13. júlí 1789): Anna (f. 30. júní 1769, d. 6. apr. 1823) Einarsdóttir prests í Sauðanesi, Árnasonar, og var hún systurdóttir hans.

Sonur þeirra: Einar að Ytra Lóni á Langanesi.

Kona 3: Jórunn (d. 1851) Ásmundsdóttir; þau bl. (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.