Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Stefán Runólfsson

(28. dec. 1863–22. okt. 1936)

Prentri.

Foreldrar: Runólfur hreppstjóri Nikulásson að Bergvaði í Hvolhreppi og kona hans Helga Stefánsdóttir í Kirkjubæ eystra á Rangárvöllum, Brynjólfssonar.

Nam prentiðn í Rv. Var síðan um hríð í Ísafirði við prentverk o.fl. Átti síðan heima í Rv. og stundaði prentverk, úrsmíðar og ljósmyndagerð. Var hugvitssamur og tungumálamaður.

Leikari við og við í leikfélagi Rv. Ritstjóri Hauks 1898–1915, Reykjavíkur 1910–11. Þýddi nokkurar bækur (sjá bókaskrár).

Kona (1899): Arnfríður Rannveig Ólafsdóttir sjómanns á Ísafirði, Ólafssonar að Skjaldfönn.

Börn þeirra: Nikulás Davíð, Stefán Helgi verzIim., Ólafur Páll prentari, Guðrún Margrét, Elín Helga, Runólfur Magnús prentari, Ágúst (Br7.; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.