Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Stefán Pétursson

(25. okt. 1845–12. ág. 1887)

Prestur.

Foreldrar: Síra Pétur Jónsson á Valþjófsstöðum og f.k. hans Anna Björnsdóttir prests í Kirkjubæ í Tungu, Vigfússonar.

Tekinn í Reykjavíkurskóla 1863, stúdent 1871, með 2. einkunn (51 st.), próf úr prestaskóla 1873, með 2. einkunn betri (35 st.). Fekk Desjarmýri 28. sept. 1873, vígðist 31. s.m., Hjaltastaði 10. maí 1884 og hélt til æviloka.

Kona (26. ág. 1871): Ragnhildur Björg Metúsalemsdóttir í Möðrudal, Jónssonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Þórdís átti Davíð trésmið Sigurðsson á Akureyri, Pétur í Bót, Björg átti Jón Arngrímsson Johnson í Minnesota, Jón (kunnastur með nafninu Filippseyjakappi), Anna átti síra Þorvarð Brynjólfsson á Stað í Súgandafirði, Þórunn fór til Vesturheims, Halldór forstöðumaður brunabótafélags Íslands, Björn alþm. Sunnmýl., síðast verzlm. í Rv., Guðmundur kennari í Vesturheimi, Metúsalem búnaðarmálastjóri og ráðunautur, Þorsteinn hreppstjóri að Þverhamri, Jónína Aðalbjörg átti Guðmund múrara Þorbjarnarson í Seyðisfirði (BjM. Guðöfr.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.