Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Stefán Pálsson

(1692–21. jan. 1776)

Prestur.

Foreldrar: Síra Páll Högnason á Valþjófsstöðum og kona hans Þóra Stefánsdóttir prests og skálds í Vallanesi, Ólafssonar. Tekinn í Skálholtsskóla 1709, stúdent 1713, fór utan 1719, skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. 18. dec, s.á., tók guðfræðapróf 1. maí 1721, með 2. einkunn, vígðist 19. jan. 1727 aðstoðarprestur síra Ólafs Stefánssonar í Vallanesi, fekk það prestakall 1738, tók við staðnum vorið 1739 (konungsstaðfesting 20. maí 1746), lét þar af prestskap 1768. Meðan hann var aðstoðarprestur, bjó hann fyrst í Sauðhaga, síðar á Ketilsstöðum, en eftir að hann tók að halda aðstoðarpresta, bjó hann á Egilsstöðum. Var sektaður 1758 fyrir að hafa ólöglega opnað verzlIunarbúð á Vopnafirði og fekk ekki uppgjöf sekta, þótt sækti. skýrslum Harboes og síðar Finns byskups fær hann ágætan vitnisburð. Fekkst við lækningar; var skáldmæltur (sjá Lbs.).

Kona (konungsleyfi vegna þremenningsfrændsemi 24. mars 1724): Guðrún Jónsdóttir, Jónssonar prests, Gizurarsonar.

Börn þeirra: Síra Jón í Vallanesi, síra Einar að Hofi 2 í Vopnafirði, Páll að Höfða, Guðný s.k. Ólafs Jónssonar að Dalhúsum, Þóra átti Jón Þorvarðsson að Dalhúsum (HÞ. Guðfr.; HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.