Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Stefán Pálsson

(15. nóv. 1812–4. júlí 1841)

Prestur.

Foreldrar: Páll sýslumaður Guðmundsson á Hallfreðarstöðum og kona hans Malena Jensdóttir Örums. Fór 11 ára til síra Guttorms Þorsteinssonar að Hofi í Vopnafirði og nam hjá honum skólanámsgreinir. Tekinn í Bessastaðaskóla 1831, stúdent 1836, með góðum vitnisburði, fór utan og var skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. s.á., með 2. einkunn, tók annað lærdómspróf 1837, með 1. einkunn, lagði stund á guðfræði. En að beiðni síra Guttorms Þorsteinssonar að Hofi í Vopnafirði, er að nokkuru hafði fóstrað hann og stutt til náms, kom hann til landsins og vígðist aðstoðarprestur hans 19. júlí 1840 og var það til æviloka. Talinn efnilegur maður og góður söngmaður,

Kona (í ág. 1840): Björg (d. 27. ágúst 1878) Guttormsdóttir prests, Þorsteinssonar (Bessastsk.; Vitæ ord. 1840; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.