Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Stefán M(agnús) Jónsson

(18. jan. 1852–17. júní 1930)

Prestur.

Foreldrar: Jón verzlm. í Rv. Eiríksson (frá Skinnalóni, Jónssonar) og kona hans Hólmfríður Bjarnadóttir stúdents í Bæ í Hrútafirði (Friðrikssonar, Thorarensens). Tekinn í Reykjavíkurskóla 1866, stúdent 1873, með 2. einkunn (59 st.), próf úr prestaskóla 1875, með 2. eink. betri (39 st.). Barnakennari á Vatnsleysuströnd næsta vetur.

Fekk Bergsstaði 28. mars 1876, vígðist 21. maí s.á., Auðkúlu 30. sept. 1885, fekk þar lausn frá prestskap 31. dec. 1920, frá fardögum 1921 (hafði fengið Stokkseyri 23. ág. 1904, en fengið leyfi til að vera kyrr). Ritstörf: Hugvekjur, Ak. 1885.

Greinir í Bjarma, Kirkjublaði (þýðing), Morgni, Nýju kirkjublaði, Óðni. Var orðlagður söngmaður.

Kona 1 (1876): Þorbjörg (f. 12. okt. 1851, d. 18. sept. 1895) Halldórsdóttir stúdents á Úlfssstöðum í Loðmundarfirði, Sigurðssonar, og voru þau systkinabörn.

Börn þeirra, sem upp. komust: Síra Eiríkur á Torfastöðum, síra Björn að Auðkúlu, Lárus, Hilmar bankastjóri, Hildur átti Pál kaupmann Ólafsson (prests í Hjarðarholti, Ólafssonar).

Kona 2 (1898): Þóra (f, 15. júní 1872) Jónsdóttir prests að Auðkúlu, Þórðarsonar. Af börnum þeirra komst upp: Sigríður átti síra Gunnar Árnason á Æsustöðum (Óðinn XI; Bjarmi, 24. árg.; BjM. Guðfr.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.