Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Stefán Jónsson

(– – 1518)

Byskup í Skálholti 1491–1518.

Faðir: Jón bryti Egilsson. Vígðist prestur 1472, en virðist hafa farið utan nokkurum árum síðar og varð baccalaureus. Er kominn aftur til landsins 1482 og þá efstur nefndur í prestadómi. Hafði skólahald á stólnum, enda vel lærður. Manna hófsamastur og stjórnsamastur og atorkumaður á allar greinir, hafði t.d. hafskip í förum, að leyfi konungs. Hélt fast fram rétti kirkjunnar. Átti deilur miklar, einkum við Torfa Jónsson í Klofa og Björn Guðnason í Ögri (Dipl. Isl.; Safn I; Saga Ísl. IV).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.