Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Stefán Jónsson

(27. okt. 1856–5. maí 1910)

Verzlunarstjóri.

Foreldrar: Síra Jón Hallsson í Glaumbæ og kona hans Jóhanna Hallsdóttir, Þórðarsonar. Var ungur að verzlunarstörfum á Skagaströnd og að Sauðárkróki, var í verzlunarskóla í Kh. veturinn 1875–6. Varð síðan verzlunarstjóri að Sauðárkróki, síðast (frá því um 1885) Gránufélags. Forsjáll maður og svo sem ráðunautur viðskiptamanna inna. Aðalstofnandi sparisjóðs Sauðárkróks. Fésýslumaður og auðugur, en þó gestrisinn og veitull.

Kona (1879): Ólöf (d. 24. sept. 1901) Hallgrímsdóttir gullsmiðs, Kristjánssonar.

Sonur þeirra: Jón cand. phil. og málari.

Kona 2: Elín Eggertsdóttir sýslumanns Briems, ekkja Sæmundar rithöfundar Eyjólfssonar; þau Stefán bl. (Óðinn X).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.