Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Stefán Jónsson

(26. apr. 1817 [23. apr. 1818, Bessastsk. og Vita]–29. okt. 1890)

Prestur.

Foreldrar: Síra Jón skáld Guðmundsson á Hjaltastöðum og kona hans Margrét Stefánsdóttir prests í Sauðanesi, Einarssonar. F. á Skeggjastöðum. Nam fyrst skólalærdóm hjá Jóni guðfræðingi Þórarinssyni, síðan 1 ár hjá Dr. Sveinbirni Egilssyni, tekinn í Bessastaðaskóla 1836, stúdent 1840 (80 st.), var síðan 1 ár skrifari Lárusar sýslumanns Thorarensens að Enni, þá 1 ár kennari hjá Birni sýslumanni Blöndal í Hvammi í Vatnsdal, síðan 2 ár heima, vígðist 30. júní 1844 aðstoðarprestur föður síns, fekk Garð 14. maí 1855, Presthóla 15. júlí 1862, Skinnastaði 1873, en kom þangað ekki, og loks Kolfreyjustað 28. maí 1874, fekk þar lausn frá prestskap 2. sept. 1887, frá fardögum 1888, bjó síðan í Dölum í Fáskrúðsfirði og andaðist þar. Var gáfumaður, góður kennimaður og valmenni.

Kona (1846): Guðríður (f. 1824, d. 1912) Magnúsdóttir að Sandbrekku, Jónssonar.

Börn þeirra: Jón Scheving veræzlunarstjóri o. fl., Ólöf, Herborg, Halldór, Margrét átti Björn í Dölum í Fáskrúðsfirði Stefánsson umboðsmanns á Snartarstöðum, Jónssonar (Bessastsk.; Vitæ ord. 1844; SGrBf.; HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.