Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Stefán Jónsson

(24. sept. 1802–11. okt. 1890)

Umboðsmaður.

Foreldrar: Jón Jónsson í Lögmannshlíð og kona hans Þórey Stefánsdóttir að Litla Hóli, Jónssonar. Bjó að Reistará syðri 1823–56, á Steinsstöðum í Öxnadal 1856–90. Umboðsmaður þjóðjarða í Vaðlaþingi 1844–87. Þm. Eyf. 1845–9 og 1853–73, 1. þjóðfm. Skagf. 1851.

Dbrm. 2. ág. 1874.

Kona 1 (10. okt. 1829): Sigríður (d. 30. sept. 1851) Árnadóttir umboðsmanns að Reistará, Árnasonar.

Börn þeirra: Árni á Steinsstöðum, Þórey.

Kona 2 (21. júní 1856): Rannveig (d. 15. dec. 1874) Hallgrímsdóttir aðstoðarprests að Hrauni í Öxnadal, Þorsteinssonar, ekkja Tómasar hreppstjóra Ásmundssonar á Steinsstöðum; þau Stefán bl. (Lýður 1890; Óðinn III; Alþingismannatal; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.