Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Stefán Jónsson

(21. nóv. 1860–1. nóv. 1931)

Prestur.

Foreldrar: Jón í Neðra Nesi Stefánsson (prests í Stafholti, Þorvaldssonar) og kona hans Marta María Guðrún Stefánsdóttir prests Stephensens á Reynivöllum. Tekinn í Reykjavíkurskóla 1876, stúdent 1882, með 2. einkunn (76 st.), próf úr prestaskóla 1884, með 2. eink. betri (35 st.). Vígðist 19. apr. 1885 aðstoðarprestur föðurföður síns, fekk Hítarnesþing 5. nóv. 1887, Staðarhraun 27. febr. 1892, fekk þar lausn frá prestskap 20. jan. 1927, frá fardögum s. á., var síðan í Rv. til æviloka. Prófastur í Mýrasýslu 1916–27. Ritg.: 1 hugvekja í 100 hugvekjum.

Kona (14. apr. 1894): Jóhanna Katrín (f. 9. Sept. 1868) Magnúsdóttir í Syðra Langholti, Magnússonar (alþm. Andréssonar); þau bl. (Skýrslur; Bjarmi, 25. árg.; BjM. Guðfr.; SGrBf.; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.