Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Stefán Jónsson

(19. maí 1866 –14. febr. 1943)

. Bóndi. Foreldrar: Jón (d. 27. apr. 1905, TT ára) Jónsson á Munkaþverá í Eyjafirði og kona hans Þórey (d. 17. maí 1911, 81 árs) Guðlaugsdóttir í Svínárnesi, Sveinssonar, Gagnfræðingur á Möðruvöllum 1886. Dvaldist í Vesturheimi (Dakota) 1890–94; vann þar við búskap og að húsagerð. Bóndi á Munkaþverá frá 1909 til æviloka. Var einn af stofnendum klæðaverksmiðjunnar „Gefjunar“ á Akureyri.

Átti sæti í stjórn Kaupfélags Eyfirðinga í 32 ár. Gegndi og fleiri trúnaðarstörfum í sveit sinni og héraði. Kjörinn heiðursfélagi í Kaupfél. Eyf. 1937.

Hlaut heiðurslaun úr styrktarsjóði Kristjáns IX 1929. R. af fálk. 1938. Kona (27. júní 1909): Þóra (d. 30. dec. 1949) Vilhjálmsdóttir í Kaupangi og síðar á Rauðará við Reykjavík, Bjarnasonar. Börn þeirra: Jón á Munkaþverá, Þórey símstjóri sst., Laufey átti Baldur verzlm. Eiríksson á Akureyri, Sigríður átti Jón Sigurðsson á Borgarhóli (Br7.; o. f1.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.