Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Stefán Jónsson

(18. okt. [18. apr., Bessastsk.] 1803–10. sept. 1872)

Umboðsmaður á Snartarstöðum, stúdent.

Foreldrar: Síra Jón Stefánsson á Helgastöðum og s.k. hans Helga Magnúsdóttir í Myrkárdal, Jónssonar prests að Myrká, Ketilssonar. Tekinn í Bessastaðaskóla 1818, stúdent 1825, með vitnisburði í betra meðallagi. Var skrifari Páls sýslumanns Melsteðs, síðar amtmanns, þrívegis settur sýslumaður í Suður-Múlasýslu, 1834, 1838–9, 1843–4.

Kona: Þórunn Sigurðardóttir stúdents og umboðsmanns á Eyjólfsstöðum á Völlum, Guðmundssonar.

Börn þeirra: Björn í Dölum í Fáskrúðsfirði, Ingunn átti Gísla skipstjóra Jónasson (sonur þeirra Þorsteinn ritstj.) (Bessastaðask.; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.