Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Stefán Jóhannesson

(19. sept. 1848–25. maí 1926)

Bóndi.

Launsonur Jóhannesar Jónssonar vinnum. í Tóarseli í Breiðdal og Guðbjargar Guðmundsdóttur bóndadóttur þar (hún dó skömmu eftir fæðing hans og faðir hans ári síðar). Ólst upp með móðurföður sínum í Tóarseli og varð fjármaður góður.

Bjó víða um Breiðdal 1875–1912, lengst í Jórvík (18 ár).

Fluttist 1913 til dvalar að Stapa í Hornafirði. Var 4 ár póstur í milli Seyðisfjarðar og Akureyrar, um tíma oddviti og gegndi ýmsum sveitarstörfum, enda félagslyndur.

Kona (1875): Mensaldrína (d. 24. júní 1890) Þorsteinsdóttir.

Börn þeirra, sem upp komust: Anna átti Sigurjón Gíslason í Bakkagerði í Reyðarfirði, Guðmundur húsgagnasmiður í Rv., Aðalbjörg átti Magnús Gunnarsson að Brekkuborg í Breiðdal, Gísli á Skjöldólfsstöðum, Stefanía átti Björn símritara Ólafsson í Seyðisfirði, Elísabet átti Lúðvík Kemp að Hafragili á Skaga.

Kona 2 (19. sept. 1891): Bergþóra Jónsdóttir (ættuð úr Hornafirði; þau bl. (Óðinn X).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.