Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Stefán Hallkelsson

(um 1664– ? )

Prestur,

Foreldrar: Síra Hallkell Stefánsson í Hvalsnesi og kona hans Guðný Jónsdóttir að Knerri, Steindórssonar. Fekk Stað í Grindavík 1687, vígðist 14. ág. s.á. Dæmdur frá embætti á alþingi 1703 fyrir að hafa selt tveim mönnum sama áttæringinn; stafaði það af fátækt hans og skuldavafstri; hafði honum verið vikið frá embætti af byskupi 24. dec. 1702 um stundarsakir. Fekk uppreisn 20. apr. 1709, en varð aldrei prestur síðan. Hann fluttist á Akranes, bjó þar á Jaðri (1706) og stundaði jafnframt sjóróðra.

Kona: Hólmfríður (1703: 33 ára) Þórðardóttir prests að Undornfelli, Þorlákssonar.

Börn þeirra: Guðný átti fyrr Guðmund Gunnsteinsson, Hallssonar, af Kjalarnesi, síðar Hall Þorsteinsson, Ingibjörg átti Jón Vigfússon eldra að Háafelli í Hvítársíðu, Gunnhildur átti Árna Jónsson úr Helgafellssveit, Þorlákur, Mikill (Mikael) á Bræðraparti á Akranesi (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.