Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Stefán Hallkelsson

(um 1601–15. júní 1659)

Prestur.

Foreldrar: Síra Hallkell Stefánsson í Seltjarnarnesþingum og s.k. hans Guðrún Þórhalladóttir í Stafnesi, Oddssonar. Fekk Seltjarnarnesþing 1630, eftir föður sinn og hélt til æviloka, bjó um hríð í Breiðholti, en í Nesi við Seltjörn frá 1640, Vildu sumir prestar í Kjalarnesþingi fá hann til prófasts þar 1657, en jafnframt síra Einar Illugason, og hlaut síra Einar prófastsdæmið.

Hann hefir fyrstur, svo að menn viti, haldið prestsþjónustubók á Íslandi, og var hún til fram yfir 1700 a. m. k. Orðlagt karlmenni, sem þeir frændur margir, vel gefinn, skáldmæltur (sjá Lbs.).

Kona: Úlfhildur (d. 1694, 84 ára) Jónsdóttir í Reykjavík, Oddssonar,

Börn þeirra: Síra Hallkell í Hvalsnesi, síra Björn á Snæúlfsstöðum, síra Jón í Seltjarnarnesþingum, Hákon ókv. og bl., Guðrún átti Sigurð á Þorleiksstöðum Eiríksson í Djúpa Dal, Magnússonar, Guðríður átti síra Helga Grímsson að Húsafelli; í ættartölum er talin enn ein dóttir þeirra (ónafngreind), sem átt hafi Lýting nokkurn, má vera Lýting hreppstjóra Einarsson (HÞ.: SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.