Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Stefán Halldórsson

(1. okt. 1845–5. okt. 1897)

Prestur.

Foreldrar: Halldór stúdent Sigfússon á Hallfreðarstöðum og kona hans Þórunn Pálsdóttir sýslumanns sst., Guðmundssonar. Tekinn í Reykjavíkurskóla 1864, stúdent 1872, með 2. einkunn (55 st.), próf úr prestaskóla 1874, með 2. einkunn betri (37 st.). Fekk Dvergastein 24. sept. 1874, vígðist 9. maí 1875, fekk Hofteig 14. maí 1880, fekk lausn frá prestsskap þar frá 1. sept. 1890, án eftirlauna.

Bjó síðan á Hallgeirsstöðum.

Fekk gott orð, gleðimaður og vaskur og rammur að burðum.

Kona: Jónína Sesselja Björnsdóttir á Stóra Bakka í Tungu, Pálssonar.

Börn þeirra, sem á legg komust: Þórunn, Stefanía.

Ekkja hans átti síðar Magnús 2 Sigbjarnarson á Ketilsstöðum í Jökulsárhlíð (SGrBf.; BjM. Guðfr.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.