Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Stefán Gíslason

(um 1545–28. febr. 1615)

Prestur.

Foreldrar: Gísli byskup Jónsson og kona hans Kristín Eyjólfsdóttir í Haga, Gíslasonar. Fekk Gaulverjabæ 1565, Odda 1575 og hélt til æviloka. Var í yfirreið um Austfjörðu 1585 með síra Árna, bróður sínum, fyrir föður þeirra, var 1588 í byskupskjöri með Oddi Einarssyni, og kom upp hlutur Odds.

Kona 1: Þorgerður (d. fyrir 1607) Oddsdóttir prests í Gaulverjabæ, Halldórssonar.

Börn þeirra: Sigurður rektor í Skálholti, síra Jón í Kálfholti, Jón (annar) varð líkþrár, síra Snæbjörn í Odda, síra Oddur í Gaulverjabæ, Kristín átti síra Ólaf skáld Einarsson í Kirkjubæ, Þuríður átti Þorleif Árnason frá Grýtubakka, Magnússonar, Helga átti Eirík Jónsson í Skál á Síðu, Salvör átti fyrr Jón Einarsson frá Hvanneyri, Eiríkssonar, síðar Erlend Ásmundsson að Stórólfshvoli (HÞ.; Saga Ísl. V; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.