Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Stefán Gíslason

(12. nóv. 1859–1. mars 1933)

Foreldrar: Gísli Gunnarsson að Laugum í Flóa og kona hans Halla Jónsdóttir að Galtafelli, Björnssonar. Tekinn í Reykjavíkurskóla 1877, stúdent 1882 (tók 5. og 6. bekk á einu ári), með 1. eink. (93 st.), próf úr læknaskóla 24. júní 1886, með 1. eink. (100 st.).

Var í spítölum í Kh. 1886–7.

Settur 9. maí 1887 aukalæknir í 4. aukalæknishéraði, settur 29. ág. 1887 héraðslæknir í 17. læknishéraði, skipaður 13. jan. 1896 héraðslæknir í 14. læknishéraði, 23. ág. 1904 í Mýrdalshéraði, bjó fyrst að Dyrhólum, var síðan í Vík í Mýrdal. Fekk lausn 1. febr. 1926, fluttist þá til Rv. og var þar til æviloka.

Kona 1 (7. júlí 1888): Ragnheiður Guðrún (f. 26. sept. 1870, d. 18. febr. 1903) Einarsdóttir verzlunarstjóra í Rv., Jafetssonar. Dóttir þeirra: Ragna Stefanía átti Nikulás umsjónarmann Friðriksson í Rv.

Kona 2 (22. apr. 1905): Anna (f. 20. jan. 1864, d. 4. júní 1942) Jónsdóttir prests að Hofi í Vopnafirði, Jónssonar; þau bl. (Skýrslur; Lækn.; 0. 1l.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.