Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Stefán Guðmundsson

(25. maí 1855–12. dec. 1931)

Verzlunarstjóri.

Foreldrar: Guðmundur hreppstjóri Stefánsson á Torfastöðum í Vopnafirði og kona hans Júlíana Jensína, dóttir Hermanns S. C. Schous verzlstj. í Vopnafirði. Var lengi í þjónustu verzlana Örums og Wulffs, verzlunarstj., síðast forstöðumaður.

Kona: Andrea, dóttir Niels verzlstj. Weywadts við Djúpavog.

Börn þeirra: Júlíus stórkaupm. í Rv., Jóhanna Lovísa, Stefán, Andrés kaupm. í Edinborg (fór til Vesturheims), Elsa Martensa, Katrín Kristjana, Lúðvík Kristján, Valborg, Lúðvík Ágúst (Br7.; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.