Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Stefán Gunnarsson

(16. og 17. öld)

Skálholtsráðsmaður.

Launsonur Gunnars sýslumanns Gíslasonar á Víðivöllum. Lærði innanlands og utan. Var í Skálholti a. m.k. frá 1573, rektor þar 1575–8, var ráðsmaður þar 1579–1619, enn á lífi 1624, hefir verið lögsagnari Gísla Þórðarsonar, síðar lögmanns, í Árnesþingi um eða skömmu eftir 1590, var og lögréttumaður þar (enn 1621).

Kona 1: Guðrún (d. 1583) Gísladóttir byskups, Jónssonar, ekkja Gísla sýslumanns Sveinssonar að Miðfelli; börn þeirra Stefáns komust ekki upp.

Kona 2: Margrét Gísladóttir, ekkja Árna Sveinssonar prests að Kálfafelli, Árnasonar. Dóttir þeirra: Margrét átti síra Jón Bjarnason að Fellsmúla. Launsonur Stefáns: Síra Jón að Mosfelli í Grímsnesi (JH. Skól.; HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.