Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Stefán Gudjohnsen

(6. mars 1868–24. maí 1934)

Verzlunarstjóri.

Foreldrar: Þórður verzlunarstjóri Gudjohnsen og Í. k. hans Halldóra Margrét Þórðardóttir dómstjóra, Sveinbjörnssonar, Stundaði veræzlunarstörf frá æsku, fór til Kh. 1888, lauk þar verzlunarnámi í Gröners Handelsakademi 1890, með 1. einkunn, varð þá bókhaldari hjá föður sínum og tók við forstöðu verzlunar þessarar (Örums og Wulfs). Talinn dugmikill maður, gegndi ýmsum trúnaðarstörfum, vel gefinn, hneigður til söngs.

Kona (1894): Kristín Jakobsdóttir kaupm. í Vopnafirði, Helgasonar.

Börn þeirra: Einar Oddur, Jakob, Elísabet, Þórður, Halldór Sveinbjörn, Ásgeir Pétur, Halldóra Margrét (Sunnanfari XI; Verzl.tíð., 17. árg.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.