Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Stefán Eiríksson

(4. ág. 1863–19. júní 1924)

Tréskeri.

Foreldrar: Eiríkur Einarsson í Fremra Seli í Hróarstungu og kona hans Katrín Hannesdóttir í Sómastaðagerði, Guðmundssonar. Fór utan 1889 og nam tréskurð, dráttlist o. fl. í Kh. í 6 ár, fekk þar verðlaunapening úr bronze að námi loknu, var og í Þýzkalandi, Svisslandi og Austurríki, til að fullkomna sig.

Kom til landsins 1896, settist að í Rv. 1897. Kenndi teikning í ýmsum skólum og tréskurð heima fyrir, vann mjög að skrautgripasmíð alla ævi.

Kona (1897): Sigrún Gestsdóttir að Fossi í Vopnafirði, Sigurðssonar.

Börn þeirra: Sofía Sigríður, Katrín, Eiríkur, Sigurður, Sigrún Hjördís, Unnur, Olga Kristín, Bentína (Sunnanfari X; Óðinn XIX; Br7.; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.