Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Stefán Eiríksson

(25. mars 1804– í apríl 1837)

Stúdent.

Foreldrar: Síra Eiríkur Bjarnason á Staðarbakka og kona hans Herdís Jónsdóttir. Lærði fyrst hjá síra Einari Thorlacius í Saurbæ, tekinn í Bessastaðaskóla 1823, stúdent 1825, með góðum vitnisburði. Var byskupsskrifari 1828–9, fór þá utan til háskólanáms, en veiktist og hvarf aftur heim. Fór aftur utan 1832, lauk aðgönguprófi í háskólann 1832, með 1. eink., síðan lærdómsprófi 1833. Orðlagður iðjumaður. Andaðist í Kh. úr lifrarbólgu, kominn fast að prófi í lögfræði. Ókv. og bl. (Bessastsk.; Skírnir 1838).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.