Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Stefán Einarsson

(20. sept. 1770 [28. ág. 1769, Vita]– 19. mars 1847)

Prestur.

Foreldrar: Síra Einar Árnason í Sauðanesi og kona hans Margrét Lárusdóttir Schevings. F. í Nesi í Aðaldal. Tekinn í Hólaskóla 1789, stúdent 22. maí 1794, og er þess getið í vitnisburðinum, að hann hafi tvisvar fengið verðlaun fyrir gáfur og ástundan, vígðist 5. okt. s. á. aðstoðarprestur föður síns, bjó 1808–13 að Ytra Lóni, en fyrir og eftir í Sauðanesi, fekk það prestakall 12. nóv. 1812, við uppgjöf föður síns, og hélt til æviloka, þótt blindur yrði um 1836, var skipaður aðstoðarprófastur í Þingeyjarþingi 27. maí 1823. Bjó stórbúi, rómaður að höfðingsskap og rausn, enda sæmdarmaður í hvívetna.

Kona 1 (16. ág. 1795): Anna (d. 13. apr. 1808, 30 ára) Halldórsdóttir klausturhaldara Vídalíns á Reynistað.

Börn þeirra, sem upp komust: Margrét átti síra Jón Guðmundsson á Hjaltastöðum, Ragnheiður dó 20 ára, Margrét (önnur) óg., átti launson (síra Þórð í Reykholti) með Þórði Jónassyni, síðar dómstjóra (var sögð heitbundin honum), Einar stúdent og klausturhaldari á Reynistað.

Kona 2 (24. júní 1809): Ólöf (d. 3. maí 1842) Hannesdóttir prests á Grenjaðarstöðum Schevings.

Börn þeirra komust ekki upp (Vitæ ord.; HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.