Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Stefán Einarsson

(16. febr. 1836–21. sept. 1878)

Stúdent, bóndi.

Foreldrar: Einar umboðsmaður Stefánsson á Reynistað og kona hans Ragnheiður Benediktsdóttir Vídalíns á Víðimýri (Halldórssonar) (þau systkinabörn). Tekinn í Reykjavíkurskóla 1852, stúdent 1858, með 2. eink. (76 st.). Bjó í Krossanesi í Hólmi.

Kona (1862): Ingveldur Jónsdóttir prests í Glaumbæ, Hallssonar.

Af börnum þeirra komust upp Einar stúdent og verzlm. að Sauðárkróki, Jóhanna átti Guðmund verzlunarstjóra Einarsson við Hofsós (Skýrslur; BB. Sýsl.; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.