Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Stefán Egilsson

(2. febr. 1845–30. nóv. 1931)

Múrari. Launsonur Magnúsar skipherra Waages í Stóru Vogum (en kenndur Agli Vigfússyni) með Guðrúnu Jónsdóttur í Höll (Guðmundssonar), og átti hún síðar Hallgrím Jónsson að Smiðjuhóli á Mýrum. Settist að í Rv. 1867 og stundaði sjómennsku og var formaður. En frá 1878 gaf hann sig einkum að steinsmíðum og múrverki. Iðjumaður hinn mesti, traustur í störfum og mikilvirkur, enda kraftamaður og atgervismaður. Var mjög bókhneigður, er vinna kallaði ekki að. Dvaldist hin síðustu ár með sonum sínum.

Kona (20. sept. 1879): Sesselja ljósmóðir Sigvaldadóttir, Einarsdóttir (í Kalmanstungu, Þórólfssonar).

Synir þeirra: Sigvaldi Kaldalóns héraðslæknir og tónskáld, Guðmundur Aðalsteinn steinsmiður fór til Vesturheims, Snæbjörn skipstjóri í Rv., Eggert söngvari (Óðinn XXII; Br7.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.