Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Stefán Daníelsson

(15. maí 1835 [Br7., 1837] – 23. janúar 1929)

Hreppstjóri o. fl.

Foreldrar: Jón kaupm. Daníelsson á Grund í Eyrarsveit og kona hans Guðrún Jónsdóttir prests og skálds Hjaltalíns. Tók við búi af föður sínum á Grund og bjó þar 50 ár. Hafði framan af jafnframt verzlun, einkum viðskipti við Frakka, en þá var Grundarfjörður ein helzta höfn hérlendis, er frakknesk fiskiskip leituðu til og oft í hópum. Hafði hann jafnframt lögreglueftirlit með þeim og kvaddur af amtmanni til að taka tolla af þeim og rita á skipskjöl, en hann var frönskumaður góður, Dugnaðarmaður mikill og gegndi flestum trúnaðarstörfum í sveit sinni.

Orðlagður að rausn og gestrisni.

Kona: Stefanía Jakobína Árnadóttir sýslumanns í Krossnesi, Þorsteinssonar (Thorsteinssons).

Börn þeirra: Dr. Jón í Lundúnum, Stefán læknir í Aars í Danmörku, Óli Steinbach tannlæknir á Ísafirði, Kristín átti Blount verkfræðing í Lundúnum, Kristensa átti Stefán skógarvörð Kristjánsson að Vöglum í Fnjóskadal. Launsonur Stefáns: Stefán Guðmundur amtsforvalter í Varde í Danmörku (Óðinn XX; Br7.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.