Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Stefán Björnsson

(22. júní 1813–í júlí 1860)

Prestur.

Foreldrar: Síra Björn Vigfússon í Kirkjubæ í Tungu og s. k. hans Anna Stefánsdóttir prests Schevings að Presthólum. F. að Eiðum. Lærði hjá föður sínum, Jóni guðfræðingi Þórarinssyni og síðast 2 ár hjá síra Gunnlaugi Oddssyni. Tekinn í Bessastaðaskóla 1834, stúdent 1840 (76 st.), Bjó um tíma á hluta í Kirkjubæ í Tungu. Vígðist 12. ág. 1849 aðstoðarprestur föðurbróður síns, síra Benedikts Vigfússonar að Hólum, og var það til æviloka. Bjó lengstum í Viðvík, Valmenni, góður læknir, heilsutæpur (af brjóstveiki) mestan hluta ævinnar.

Kona (1843): Anna Kristín (d. 25. maí 1865) Runólfsdóttir á Nefbjarnarstöðum, Ásmundssonar.

Börn þeirra: Runólfur Þorsteinn skólagenginn, Anna átti Guðmund trésmið á Seyðisfirði Jónsson silfursmiðs að Elliðavatni, Jónssonar, Margrét átti Jónas trésmið Stephensen á Seyðisfirði, og fóru þau til Vesturheims (Vitæ ord. 1849; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.