Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Stefán Björnsson

(14. mars 1876–3. sept. 1947)

. Prestur.

Foreldrar: Björn (d. 27. júní 1940, 88 ára) Stefánsson á Kolfreyjustað, síðar kaupmaður á Búðum í Fáskrúðsfirði, og kona Gunnlaugur hans Margrét (d. 7. nóv. 1892, 50 ára) Stefánsdóttir prests á Kolfreyjustað, Jónssonar. Stúdent í Rv. 1900 með 2. einkunn (63 st.). Lauk prófi í prestaskóla 19. júní 1903 með 2. eink. (76 st.). Biskupsskrifari í Rv. 1903–04. Fór til Vesturheims 1904 og settist að í Winnipeg.

Gerðist ritstjóri Lögbergs 19. okt. 1905 og gegndi því starfi til mars loka 1914. Ráðinn fríkirkjuprestur í Fáskrúðsfirði 1915 (staðfest 15. mars s. á.); vígður 3. okt. s. á. Settur prestur að Hólmum í Reyðarfirði 21. mars 1916; veitt það prestakall 30. ág. s. á. og gegndi því embætti til æviloka. Settur prófastur í Suður-Múlaprófastsdæmi ". febr. 1929; skipaður 7. maí s.á. Sat á Eskifirði frá 1930. Eftirlitsmaður við útbú landsbankans á Eskifirði frá 1924; átti sæti í yfirskattanefnd frá 1924; í stjórn prestafélags Austurlands 1940–42. Ritstörf (auk ritstjórnar Lögbergs): Ein hugvekja í 100 hugvekjum, Rv. 1926. Kona (1905): Helga Þórdís (f. 12. júní 1874) Jónsdóttir í Rauðseyjum á Breiðafirði, síðar í Vesturheimi, Jónssonar; hún átti áður Friðrik klæðskera Eggertsson í Stykkishólmi. Synir síra Stefáns og hennar, þeir er upp komust: Jón, Björn skrifstofumaður í Rv. (BjM. Guðfr.; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.