Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Stefán Bjarnarson

(29. júlí 1826–3. júlí 1891)

Sýslumaður,

Foreldrar: Björn Sigurðsson á Ketilsstöðum í Jökulsárhlíð og kona hans Þorbjörg Stefánsdóttir prests Schevings að Presthólum. Stundaði um hríð nám í Reykjavíkurskóla, stúdent 1851 úr heimaskóla í Kh. frá hálfbróður sínum, Magnúsi guðfræðingi Eiríkssyni, tók próf í lögfræði í háskólanum í Kh. 19. júní 1858, með 2. einkunn í báðum prófum (83 st.). Var s.á. settur sýslumaður í Ísafjarðarsýslu, fekk sýsluna 28. jan. 1859, varð jafnframt 26. febr. 1866 bæjarfógeti á Ísafirði, fekk Árnesþing 6. nóv. 1878, tók við sýslunni 24. júní 1879, fekk þar lausn 10. sept. 1890, frá 1. nóv. s. á. Bjó þar í Gerðiskoti í Flóa og andaðist þar. Vel þokkaður maður.

Kona: Karen Emilie (d. 22. mars 1897), f. Jörgensen.

Börn þeirra: Björn sýslumaður að Sauðafelli, Sigfús (Hans Sigfús) stúdent, var kaupm. og norskur konsúll á Ísafirði, Benedikt á Ísafirði, Alheid Dagmar kennari í París, Thora Petrine Kamilla átti Magnús sýslumann Torfason í Árnesþingi, Þorbjörg f. k. Klemens landritara Jónssonar, Pétur Magnús kaupsýslumaður í Rv., Þórarinn skipstjóri í Kh. Öll þessi systkin nefndu sig Bjarnarson (BB. Sýsl.; Tímar. bmf. 1882; KlJ. Lögfr.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.