Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Stefán Benediktsson

(14. maí 1775 [1778, Vita]–3. júlí 1858)

Prestur,

Foreldrar: Síra Benedikt Árnason í Hjarðarholti og kona hans Vilborg Högnadóttir, Eiríkssonar. F. að Blöndudalshólum. Lærði hjá föður sínum.

Tekinn í Reykjavíkurskóla eldra 1797, stúdent 15. okt. 1803, með góðum vitnisburði. Var síðan með föður sínum, setti bú á Breiðabólstað í Sökkólfsdal 1809, en hafði keypt þá jörð árinu fyrir, fekk Hjarðarholt 22. sept. 1821, vígðist 7. okt. s. á., lét þar af prestskap 1850, að tilhlutan byskups, en andaðist á Narfeyri.

Kona (6.nóv.1806): Ingveldur (d. 26. júní 1843, 74 ára) Bogadóttir í Hrappsey, Benediktssonar, ekkja síra Guðmundar á Stað í Hrútafirði.

Dætur þeirra: Ragnheiður átti Björn gullsmið Magnússon á Narfeyri, Ingveldur átti síra Benedikt Þórðarson í Selárdal (Vitæ ord. 1821; HÞ.: SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.