Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Stefán (Þorvaldur) (skr. St. Th.) Jónsson

(12. okt. 1865–7. apr. 1937)

Kaupmaður.

Foreldrar: Jón Þorvaldsson í Sandvík (síðar að Stóra Steinsvaði) og kona hans Gróa Eyjólfsdóttir í Þernunesi í Fáskrúðsfirði, Þorsteinssonar. Verzlunarmaður í Seyðisfirði 1882–4, nam úrsmíðar í Kh. 1884–", stundaði þær í Seyðisfirði frá 1887, rak þar og kaupskap frá 1889, síðar einnig sjávarútveg mikinn.

Gegndi fjölmörgum trúnaðarstörfum. Varaumboðsm. Noregsstjórnar frá 1906. R. af dbr., St. Ól. og af fálk.

Kona (1889): Ólavía Sigurðardóttir hreppstjóra í Firði í Seyðisfirði, Jónssonar.

Börn þeirra: Anna, Jónína, Sigurður, Garðar, Gróa, Helga (Verzl.tíð., 20.árg.; Br7.; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.