Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Stefán (Theodór) Stephensen (Magnússon)

(12. maí 1843–3. okt. 1919)

Umboðsmaður á Akureyri. Foreldrar; Magnús sýslumaður Stephensen í Vatnsdal og kona hans Margrét Þórðardóttir prests að Felli í Mýrdal, Brynjólfssonar, Var um hríð í Reykjavíkurskóla. Hafði um tíma Þingeyraklaustur og bjó á Holtastöðum. Varð síðast umboðsmaður Munkaþverárklausturs (frá 1881) og fluttist þá til Akureyrar, Var þar jafnframt bæjarféhirðir og féhirðir í útibúi landsbankans.

Kona: Anna Sigríður Pálsdóttir sagnfræðings Melsteðs; þau bl. (BB. Sýsl.; Br7.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.