Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Stefán (Scheving) Thorsteinsson

(4, maí 1886–1916?)

Stúdent.

Foreldrar: Davíð læknir Scheving Thorsteinsson og kona hans Þórunn Stefánsdóttir Þrests að Vatnsfirði, Stephensens. Tekinn í Reykjavíkurskóla 1900, stúdent 1906, með 1. eink. (97 st.). Stundaði um hríð lækninganám í háskólanum í Kh.

Fór síðan til Suður-Ameríku, og hafa menn síðast spurnir af honum 1916. Ókv. og barnlaus. (Skýrslur).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.