Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Stefán (Jóhann) Stefánsson

(1. ágúst 1863–20. jan. 1921)

Skólastjóri.

Foreldrar: Stefán Stefánsson á Heiði í Gönguskörðum og kona hans Guðrún Sigurðardóttir. Tekinn í Reykjavíkurskóla 1878, stúdent 1884, með 2. einkunn (94 st.). Nam um hríð náttúrufræði (grasafræði) í háskólanum í Kh. Settur 31. ág. 1887 kennari í Möðruvallaskóla, fekk veiting 25. júlí 1888. Var skólastjóri í Akureyrarskóla 10. sept. 1908 til æviloka. Hafði um hríð styrk frá alþingi til gróðurrannsókna.

Var 2. þm. Skagf. 1901–", kkj. þm. 1909–15. Átti sæti í sambandslaganefndinni 1907–8. R. af dbr, Var annar aðalhvatamanna að stofnun náttúrufræðafélags Íslands og heiðursfélagi þess. Mikið orð fór af. 335 kennarahæfileikum hans. Ritstörf: Flóra Íslands, Kh.1901 (2. pr. 1904); Plönturnar, kennslubók í grasafræði, Kh. 1913 (2. pr. Kh. 1920); Grasbrestur. Fellir. Fóðurbirgðafélög, Ak. 1918; Flóruaukar, Rv. 1919; Skýrslur gagnfræðaskólans á Akureyri 1908–20. Auk þessa eru ýmsar greinir eftir hann um gróður landsins í Andvara, Ársriti ræktunarfélags Norðurlands, Botanisk Tidsskrift, Búnaðarriti, Meddelanden frán kungl. landtbruksakademien i Stockh. (með H.G. Söderbaum) og um þau efni, stjórnmál, búnað og önnur þjóðmál í „Eimreiðinni“, Skýrslum náttúrufræðafélags og blöðum, Ísafold, Lögréttu og einkum Norðurlandi. Sá um „Skólasöngva“ I–II, Ak. 1909–18.

Kona (17. sept. 1888): Steinunn Frímannsdóttir að Helgavatni, Ólafssonar.

Börn þeirra: Valtýr ritstjóri í Rv., Hulda Árdís skólastjóri húsmæðraskólans í Rv., kona Jóns Pálmasonar á Þingeyrum (Skýrsla um gagnfræðaskólann á Ak. 1921; Sunnanfari IX; Alþingismannatal).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.