Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Stefán (Guðmundur) Stefánsson

(13.apr.1876–77. apr.1948)

.

Skattstjóri o.fl. Foreldrar: Stefán (d. 23. jan. 1929, 91 árs) Daníelsson borgari í Grundarfirði og Jóhanna Guðrún (d. 23. nóv. 1919, 66 ára) Stefánsdóttir á Bjarnarstöðum í Saurbæ, Sveinssonar. Stúdent í Rv. 1899 með 1. einkunn (89 st.). Lauk prófi í lögfræði við háskólann í Kh. 20. júní 1906 með 2. eink. (87 st.). Aðstoðarmaður í saka- og lögreglurétti í Kh. 1906–07; skipaður aðstoðarmaður í fjármálaráðuneytinu danska 1908; ritari þar 1919, fulltrúi þar 1921; fulltrúi í 1. endurskoðunardeild þar 1927. Var skipaður amtsskattstjóri í Varde 1. mars 1929; fekk lausn frá því embætti 1. ág. 1944. Löggiltur þýðandi í rússnesku 1914; ritskoðari við aðalsímastöðina í Kh. 1915– 17; fulltrúi Rauða krossins í rússneskum fangabúðum í Þýzkalandi 1916; endurskoðandi Amtsforvalter-félagsins í Danmörku 1936–44; formaður fyrir Tilsynsraadet for Handelsbanken í Varde 1931–44.

R. af dbr. 1942. Kona 1 (25. maí 1907): Valborg Martha (d. 9. maí 1923, 51 árs), dóttir Theodor G. Tulinius forstjóra í Kh.

Dóttir þeirra: Helga átti Sophus Jörgensen. Kona 2 (11. apr. 1936): Ella (d. 20. nóv. 1943, 48 ára), dóttir Anton Vilhelm Ottesen óðalsbónda í Overöd í Danmörku (Agnar Kl. J.: Lög2208 (oxadl))s Steffensen, sjá Valdimar.


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.