Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Stefán (Baldvin) Stefánsson

(29. júní 1863–25. maí 1925)

Bóndi.

Foreldrar: Síra Stefán Árnason að Hálsi í Fnjóskadal og s.k. hans Guðrún Jónsdóttir á Brúnastöðum í Fljótum, Jónssonar, Próf úr búnaðarskólanum á Eiðum 1885. Bjó að Fagra Skógi 1890–1925. Dó á heimleið frá Akureyri. Grein er eftir hann í Búnaðarriti 1895. Þm. Eyf. 1901–2 og 1905–23.

Kona (5. júní 1890): Ragnheiður Davíðsdóttir prests að Hofi í Hörgárdal, Guðmundssonar.

Börn þeirra: Stefán bóndi og alþingismaður að Fagra Skógi, Davíð bókavörður og skáld á Akureyri, Guðrún skáldkona átti Jón kaupm. og skáld Magnússon í Rv., Valdimar sakadómari í Rv., Valgarður stórkaupm. á Akureyri, Þóra átti Árna Jónsson á Hjalteyri, Antonssonar, Sigríður átti Guðmund Kristjánsson í Glæsibæ (Óðinn XXII; Alþingismannatal; SGrBf.; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.