Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Stefanía (Anna) Guðmundsdóttir

(29. júní 1876–16. jan. 1926)

Leikkona í Rv.

Foreldrar: Guðmundur trésmiður í Seyðisfirði Jónsson (silfursmiðs að Elliðavatni, Jónssonar) og kona hans Anna Stefánsdóttir aðstoðarprests í Viðvík, Björnssonar. Var mjög rómuð að leikarahæfileikum. Maður: Borgþór Jósepsson, sjá hann (Óðinn víða; Útfm., Rv. 1926; Br7.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.