Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Soffía (Fransiska) Guðlaugsdóttir

(6. júní 1898 – 11. júlí 1948)

. Leikkona. Foreldrar: Guðlaugur (d. 5. ág. 1913, 56 ára) Guðmundsson sýslumaður í Eyjafirði og bæjarfógeti á Akureyri og kona hans Olivia Maria (d. 22.mars 1937, 79 ára) Svensson, sænsk að ætt. Lauk gagnfræðaprófi á Akureyri 1914, Nam leiklist af Guðmundi Kamban o. fl. í Danmörku og Þýzkalandi. Mikilhæf leikkona og upplesari; starfaði lengst í Leikfélagi Reykjavíkur. Maður 1 (26. sept. 1919): Ágúst (f. 6. ágúst 1894) Jósefsson Kvaran leikari og síðar heildsali á Akureyri; þau skildu. Dóttir Þeirra: Þórdís Edda leikkona átti Jón tónlistarráðunaut Þórarinsson. Maður 2 (15. mars 1930): Hjörleifur (f. 18. maí 1906) Hjörleifsson fulltrúi í Rv.

Sonur þeirra: Guðlaugur (Br7.; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.